SKAPANDI HUGSUN Í ÖFLUGU SKIPULAGI
Íris Hrund Þórarinsdóttir
Íris Hrund tvinnar saman skapandi störf og strúktúr en hún hefur unnið sem verkefnastjóri um árabil sem og listamaður. Hún er verkefnastjóri að mennt (MPM), Certified ScrumMaster (CSM), félagsfræðingur (BSc) og býr yfir sérnámi í menningarstjórnun og markaðssetningu. Að auki hefur hún bakgrunn og áralanga reynslu í tónlist, tónsmíðum, hljóðvinnslu og framleiðslu.
Sérstaða Írisar er straumlínustjórnun, hönnunarhugsun, framsýn hugsun og skapandi nálgun í ferla- og verkefnaþróun. Hún hefur m.a. starfað sem verkefnastjóri í tæknigeiranum, hjá hinu opinbera, í sendiráðsstörfum, við fjölmiðlun, ritstjórn og textagerð, við rekstur og markaðsstýringu. Íris hefur einskæran áhuga á nýsköpun og að byggja brú frá hugmyndakveikju til afurðar.
STOFNANDI TÝRU OG VERKEFNASTJÓRI
Halldóra Rut Baldursdóttir
Halldóra Rut er menntuð í verkefnastjórnun (MPM), listrænni hugsjón við sviðslistabraut Listaháskóla Íslands og hefur einnig lokið áföngum í lögfræði og stjórnmálafræði ásamt því að hafa reynslu af ólíkum miðlum lista og menningar. Hún hefur áralanga reynslu í verkefnastjórnun fjölbreyttra verkefna, markaðsstýringu og framleiðslu.
Sérstaða Halldóru er hópafl eininga, einkum við að efla einstaklinga og teymi til að takast á við krefjandi verkefni þar sem rík áhersla er á lausnamiðaða hugsun og árangursríkar nálganir og aðgerðir. Hún hefur einskæran áhuga á aflfræði hópa, hámarksafköstum einstaklinga, breytingastjórnun, gæðastjórnun, umbótaferlum og vellíðan allra sem koma að verkefni.
STOFNANDI TÝRU OG VERKEFNASTJÓRI
Fabien Dambron
Fabien er lærður markþjálfi og stígur inn í vinnustofur sem tilheyra ungmenna-þjónustunni Neistabrú og í þjónustu innan stjórnun þriðju vaktarinnar með heilsu- og orkueflandi dagskrá. Fabien notar tækni markþjálfunar í leiðsögn sinni.