top of page

NÝSKÖPUN OG SJÁLFBÆRNI

TÝRA fangar NÝSKÖPUN OG FRUMKVÖÐLASTARF með eflandi umgjörð til þess gerða að hámarka árangur, framfarir og verðmætasköpun. Farsæld hugvitsdrifinna verkefna byggir að miklu leyti á snjöllum lausnum og markvissri áætlun í samkeppnishörðu umhverfi sem kallar á hreyfanleika, frumkraft og flæði.

SJÁLFBÆRNI OG UMHVERFISVITUND þarf að vera ófrávíkjandi liður af verkefnastýringu samtímans. Ábyrgir stjórnarhættir sem styðja hringrásarhagkerfi og vinna í takt við græna stefnu, skapa bæði tækifæri til vaxtar og stuðla að framþróun.

TÝRA styður nýsköpunarverkefni og sjálfbærni með aðstoð og utanumhaldi, til að mynda með greiningarvinnu, sóknaráætlun, fjárhags-og styrkáætlun, auðlinda- og áhættugreiningu í bland við hönnunarhugsun í innviðum og teymisuppbyggingu.

 

TÝRA býður einnig NÁMSKEIÐ OG VINNUSTOFUR annars vegar með megináherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarf og hins vegar á verkefnastýringu fyrir umhverfið og sjálfbærni.  

bottom of page